Skip to Content

Um verkefnið

Þessi ferðasaga til gamla Grænlands er rannsóknarverkefni inn í dulinsheima íslenskra fornrita.  Verkefnið hófst úti í danska Grænlandi þegar að ég reyndi að fá sögu Eirkís rauða til að ganga upp eins og hún kemur fyrir í handriti.  Bústaður Eiríks, Brattahlíð í hinum ætlaða Eiríksfirði gekk engan veginn inn í söguna og heldur ekki Garðar, þingstaður og höfuðbýli Biskupsstólsins.

  Með Eiríki út fór Herjólfur Bárðarson á sér skipi og er hann sagður taka sér bústað á Herjólfsnesi á einum óvistlegasta stað í Suður Grænlandi þeirra dönsku.  Þingstaðurinn gamli sést hvergi þarna í Suður Grænlandi en verst þykir mér rökfræðin um Vestribyggð og Eystribyggð eins og Danir setja hana fram þar sem Eystribyggð er suður frá Vestribyggð en ekki í Austur á Grænlandi.  Danir gera enga tilraun til að staðsetja Norðursetur sem var aðal verstöð Íslendiga í gamla Grænlandi.

  Mótsagnir hrópa á þann sem les safnritið Grönlands Historiske Mindesmærker og undrast ég að Íslendingarnir sem komu að verkinu skulu ekki gera athugasemdir við niðurstöðuna því verk þetta er einskonar rannsóknarskýrsla.  Árni Magnússon nær þó sínu fram og segir Herjólfsnes vera austast í Grænlandi.  Síðan er önnur athugasemd við ferðalag Eiríks rauða þriðja sumarið,   Athugasemdin er þessi, " þetta er helst vandskilið".  Þetta skrifar einhver inn á handritið því Eirkíur Rauði fer frá Brattahlíð í Eiríksfirði og þaðan norður til Snjófells og inn í Hrafnsfjörð.  Þá kveðst hann kominn fyrir bortn Eiríksfjarðar.

  Danir gera uppdrátt af suður Grænlandi með Brattahlíð og Eiríksfjörð í 3 bindi Grönlands Historkiske Mindesmærker og hefðu átt að sjá frá því að það tekur aðeins eina klukkustund að fara þessa siglingaleið en hvar er Snjófell og hvar er Hrafnsfjörður.?  Danir gera enga grein fyrir klaustrunum á svæðinu í Suður Grænlandi af reglunni St. Thómæ. 

Árið 1348 reynist örlagaríkt fyrir samband Íslands og Grænlands þegar konungur Noregs setur viðskiptabann á Ísland og bannar Íslendingum viðskipti við nýlendu sína Grænland.  Í tveimur sögum stranda skip við Austur Grænland og í annarri þeirra á nesi á milli tveggja jökla.  Þegar siglt er frá Íslandi í vestur til Grænlands þá er jökulinn ein samfellda frá suðri til norðurs.

  Á einum stað í handriti kemur fram að Markland var í Vestribyggð og hefði þetta átt að vera Dönum vísbending um legu gamla Grænlands og Eystribyggðar.  Það er fyrir mig þungbært að sjá hvernig Danir misþyrma sögu gamla Grænlands þegar búið er að þýða handritin frá íslensku yfir á dönsku árið 1845 og öll árin síðan gerir enginn tilraun til að leiðrétta allar þessar rangfærslur um gamla Grænland eða Grænland hið forna. 

Þegar Danir gefa út sjóferðasögu Danmerkur þá eigna þeir sér siglingasögu gamla Grænlands sem er rangt því þeir komu þar hvergi nærri.  Þetta ætla ég nú að leiðrétta og segja siglingasögu Íslands og Grænlands í einu verki til að verja það sem íslenskt er og sjóferðasögu Íslands og gamla Grænlands.  Grænland hið forna.

Verkefnið er rannsóknarsaga um upphaf siglinga frá Íslandi 985 og yfir til gamla Grænlands, örnefni og upplýsingar úr handritum eru skoðaðar vandlega og þá í tengslum við aðra atburðarás í Englandi, Noregi, Frakklandi og á Íslandi. Þáttur kirkjunnar í því ferli og hin þrefalda stjórnsýsla Goðakerfis, Kirkjukerfis og sambandið við konung Noregs fram til ársins 1261 og síðan Danmerkur og Noregs fram til ársins 1550.

Viðskiptabannið sem konugur Noregs setur á Íslendinga til viðskipta við nýlendu sýna  árið 1348 er stórviðburður með afdrifaríkar afleiðingar fyrir atburðarásina í gamla Grænlandi á málefni Evrópu en umfram allt er það Kaþólska kirkjan og hnignun hennar.  Árekstrar á milli Englands og Frakklands um valdabaráttu hina útvöldu og deilur þeirra við Páfan sem hafa viðtækar afleiðingar fyrir viðskipta og siglingasögu gamla Grænlands við Evrópu. 

Þetta verkefni mun sýna samfellda siglingasögu Íslands við nýlendu sýna gamla Grænland frá árinu 986 og fram til ársins 1550, árlegar siglingar vor og haustskipa frá Vestribyggðar nýlendunum Markland, Helluland og Vinland og frá Eystribyggðar nýlendunum, Eiríksey og Herjólfsnesi, athvarf Arcadians frá Evrópu.Drupal vefsíða: Emstrur