Skip to Content

Um handritin

Saga gamla Grænlands eða Grænland hið forna er meitluð inn í mörg handrit og annála á íslensku og nær yfir tímabilið 985 til 1550.  Þáttur Grænlands í þessum handritum og tengdum sögum er stundum stuttur eða aðeins :  kom af Grænlandi eða fór til Grænlands og þá tengt öðrum sögum af Íslandi og Íslendingum. 

Sögutengsl Íslands við hið forna Grænland ná frá Suðurströnd Íslands, Faxaflói en í sögunni Borgarfjörður, Breiðafjörður, Vestfirðir og Norðurland að Eyjafirði.  Í sögunni kemur fram að á þriðja tug skipa fara frá Íslandi til Grænlands, sum komust út, sum sneru aftur en sum fórust.  Frásagnir af landi fyrir vestan Ísland tengjast í fyrstu hafvillum og þá þokum og byrleysi.  Út á þessar frásagnir leitar útlaginn Eiríkur rauði í vestur frá Íslandi.  Þessar sögur frá Grænlandi eru gott á þriðja tuginn og eru í tímaröðinni þessar.

  Frásögnin af Gunnbjarnarskerjum og Hvítramannaland.  Sagan um Krosseyjar.  Landnáma.  Sagan um Ara Marson.  Saga Eiríks Rauða.  Þorfinnssaga Karlsefnis.  Eyrbyggja saga.  Flóamanna saga.  Saga Ólafs Tryggvasonar.  Fóstbræðrasaga.  Saga Skálda Helga.  Sagan af Þrándi frá Upplöndum.  Sagan af Auðunn Vestfirski.  Saga Líkaloðinns.  Sagan af Einari Sokkasyni. 

Um 11 sögur sem fræðimenn telja updiktaðar eða skáldsögur frá danska Grænlandi en á íslenska Grænlandi fá þær bæði tilgang og merkingu.  Síðan koma frásagnir úr Íslenskum Annálum.  Safnritið Grönlands Historiske Mindesmærker.  Ritgerðin Grænland í Miðaldaritum eftir Ólaf Halldórsson. 

Safnritið Grönlands Historiske Mindesmærker sem gefið er út 1845 er stórmerkilegt ritsafn sem byggir á handritasafni Árna Magnússonar en hann bjargaði mennigarsögu Íslands með kaupum sínum á gömlum skinnhandritum sem hann fann hjá íslenskum bændafjölskyldum.  Síðan gerist það að íslenskir og danskir fræðimenn taka þetta safn og efni þess um Grænland og þýða yfir á dönsku.  Þar er að finna stórmerkilegan fróðleik í hvers kyns formála, innskotum og eftirmála með sérkennilegum athugasemdum. 

Það síðasta sem fréttist frá Grænlandi má rekja til Helgafellsklausturs við Stykkishólm þegar danskir Konungsmenn koma þangað til að loka klaustrinu og henda út fjórum gömlum munkum árið 1548.  Einn þeirra er sagður grænlenskur, gamall blindur munkur sem sagðist tilheyra klausturreglunni St. Thomæ á Grænlandi.  Þetta eina orð, St. Thomæ, verður að margra ára rannsóknarverkefni inn í íslensk og erlend klaustur og tengdar trúarreglur í 550 ára sögu Kathólsku kirkjunnar á Íslandi, Grænlandi og Evrópu.  Mikið efni er frá danska ríkisskjalasafninu um málefni Grænlands er í þriðja bindi Grönlands Historiske Mindesmærker og er sumt komið frá Noregi.

   Nú falla málefni Grænlands í algjört dá og tómlæti hér á Íslandi frá 1550.Drupal vefsíða: Emstrur