Skip to Content

Um Ara fróða

Breiðafjörður og Snæfellsnesjökull verða upphafspunktar í ferðasögu Gamla Grænlands, Flatey, Helgafell, Helgafellsklaustur, Viðeyjaklaustur og presturinn Ari Þorgilsson, fæddur árið 1068 að Helgafelli við Stykkishólm en dáinn 1148.  Valgerður móðir Ara var dóttir Síðu-Halls sem einnig var kallaður Hallur spaki, einn upphafsmanna krisnitöku á Íslandi. 

Þorgils faðir Ara var sonur Gellirs goðorðsmanns við Breiðafjörð  Þegar að Þorgils drukknar í Breiðafirði er Ari sendur í fóstur og uppeldi til Halls spaka er bjó í Haukadal rétt norður af Skálaholti og útskrifast þaðan sem prestur.  Ari gengur í þjónustu Þorláks Runólfssonar, biskups,(1118-1133) og Ketils Þorsteinssonar, biskups,(1122-1145). 

Verkefni Ara fyrir Kirkjuna er að ferðast á milli lögbýla stórbænda og forvitnast um, hverra mann hver og einn var, og skrá það niður í verk sitt, Íslendingabók.  Af sögunni má ætla að Ari setjist að á ættaróðali feðranna, Helgafelli.

  Ættartré Ara í föðurætt nær yfir til Auðar djúpúðgu dóttur Ketils flatnefs en hann var Jarl yfir Suðureyjum við Skotland í umboði Noregskonungs.  Faðir hans var Hrollaugur Rögnvaldsson Jarl af Mæri í Noregi sem var bróðir Göngu Hrólfs sem verður betur þekktur sem Rollon, Hertoginn af Normandy.  Göngu Hrólfur og menn hans sem allir töluðu íslensku eins og frændur þeirra á Íslandi fá landvarnarsamning við Frakkakóng með aðsetri í Rúðuborg.  Göngu Hrólfur giftist  prinsessu frá Brittany og fær með henni það konungríkið. 

Íslendingarnir áttu síðan að verja Frakkland fyrir ágangi víkinga frá Danmörku og Noregi frá árinu 911 á sama hátt og íslensku bræðurnir úr Borgarfirði, þeir Þórólfur og Egill Skalla-Grímssynir sem tóku að sér landvarnir fyrir Englakóng á Norðimbralandi í sama tilgangi.  Nú stækkar hópur Göngu Hrólfs í Normandy þeir taka sér konur af svæðinu, stækka og styrkjast.  Árið 1066 sjá þeir færi á því að taka England. 

Þetta verður upphafið af sögu Normanna í Englandi með bækistöð í London, þeir koma sér fyrir í Bristol og á Írlandi.  Normannar í Bristol eru síðan í siglingasambandi við spánska Navarra, betur þekkt sem Baskahéruð Spánar og voru þar málaliðar í baráttunni við Mára.  Þegar að Íslendingar og Grænlendingar hefja siglingar, verslun og viðskipti til Írlands, Englands og Frakklands þá voru þar fyrir blóðbræður þeirra og fændur sem spurðu við komuna út, " Hverra manna eru þið".  Þeir sem ekki þekktu sitt ættartré og svöruðu spurningunni rétt komust í mikinn lífsháska og eignaupptöku

.  Þessi fornu vinabönd og viðskiptasambönd við Normanna héldu fram að klofningi sambands Englands, Frakklands og Katþólsku kirkjunnar við árið 1550.  Alltaf þegar skip koma til Íslands og eru sögð ensk eða frönsk og spönsk, þá voru þetta frændur og blóðbræður Íslendinga við Faxaflóa, Breiðarfjörð og Suðurland.  Normanna Englendingar, Normanna Frakkar og Normanna Basqar sem töldu sig eiga ættarbönd á Íslandi.  Sterkust hafa þessi gömlu ættartengsl verið við Normandy Frakka sem komu til Íslands í aldanna rás og koma en.Drupal vefsíða: Emstrur